St Tropez Brúnkuvörur
St.Tropez er hágæða sjálfbrúnku merki þar sem rík áhersla er lögð á góð og virk innihaldsefni sem eru góð fyrir húðina og umhverfið.
Tvöföld sjálfbrúnkutækni er notuð í vörunum sem búin er til með sjálfbærum aðferðum og byltingarkenndri bi-ontech framleiðslu sem veitir betri árangur.
Öll framleiðsla á sér stað í Bretlandi með hráefnum frá meginlandi Evrópu og frá birgjum sem nýta nýjustu tæknina sem tryggir færri kolefnisspor.
Allar vörur St. Tropez eru stranglega prófaðar með neytenda- og klínískum rannsóknum.
Galdurinn á bak við fallegan lit sem endist lengi er heilbrigð og rakanærð húð ásamt DHA, H2O og Amínósýrum.
Með nýrri húðumhirðutækni sem veitir aukinn raka og viðheldur raka í húðinni, ásamt andoxunarefnum, nær liturinn að fara dýpra í húðlögin og eru því vörurnar frá St. Tropez að endast lengur á húðinni og dofna jafnt af þar sem aðal áherslan er á húðvörueiginleika.
Þau ilmefni sem notuð eru í vörurnar okkar eru búnar til af einu fremsta ilmhúsi heims og á vörumerkið sér langa sögu í rannsóknum á aðferðum þess að nota ilmtækni sem stjórnar lykt og hefur St. Tropez einkaleyfi á tækni sem kallast „Malodour Control Technology“.
Sú lykt sem myndast við ásetningu sjálfbrúnkuvara, er blanda af sameindum og efnisgildum og myndast hún mismikil á hverjum einstakling fyrir sig.
Þessi tækni virkar þannig að sérhönnuð ilmefni fanga brúnkukremslyktar sameindirnar og blinda þær fyrir lyktarviðtökum í nefgangi. Með öðrum orðum þá næst að einangra þessar ákveðnu sameindir og dempa niður þessa lykt sem myndast þegar brúnka er að framkallast á líkamanum.
St.Tropez notar 100% náttúruleg sjálfbrúnku efni og hafa þeir einnig uppfært umbúðir sínar í umhverfisvænni umbúðir
St.Tropez vörurnar eru Vegan og Cruelty Free
Hér finnur þú St Tropez vörurnar.
https://sapa.is/voruflokkur/vorumerki/st-tropez/