Um Sápu

Sápa er lifandi og glæsileg sérvöruverslun á netinu sem selur hágæða hárvörur. Sápa kaupir vörur af innlendum birgjum sem tryggir gæði vörunnar. Verslunin er til húsa að Laugavegi 61 í Reykjavík.


Hárgreiðslumeistarar kappkosta að veita faglega þjónustu til að tryggja að viðskiptavinir fái gæðavörur sem koma frá heimsþekktum framleiðendum.  Sápa býður einnig upp á raftæki og fylgihluti fyrir hárið.


Sápa var stofnuð árið 2015 með það fyrir augum að bjóða öllum landsmönnum að kaupa hágæða hárvörur á netinu sem seldar eru af fagfólki á einfaldan og þægilegan hátt.


Ykkur er velkomið að senda okkur tölvupóst á netfangið sapa@sapa.is, hringja í síma 511-1141 eða senda fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.
 

Um okkur

Indíana Steingrímsdóttir er hársnyrtimeistari. Hún hóf nám 1986 og tók sveinspróf 1991, hún fékk meistararéttindi 1994.
Guðrún Indriðadóttir er hársnyrtimeistari. Hún hóf nám 1996 og tók sveinspróf 2000, hún fékk meistararéttindi 2002.

Þær ráku hárstofuna Soho á Laugavegi 41 í 14 ár eða þar til í október 2015, að þær opna saman netverslunina og sérvöruverslunina Sápu á Laugavegi 61. Þar sameinast kraftar þeirra í þekkingu og reynslu við ráðgjöf á hárvörum og vandamálum í tengslum við hár og hársvörð.
Þær hafa sótt ótal námskeið og fyrirlestra hér heima og erlendis varðandi hártísku og hárvörur í gegnum árin. 

 

Hárstofan Soho sf.
kt 430510-0370
vsk nr. 104718