Pantanir

Sápa tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.

Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint heim til kaupanda með póstinum, viðkomandi fær sms áður en sendingin kemur. Flutningsaðili er Pósturinn.

 

Sending

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er kr. 690 kr. á pósthús en 890 kr. heim að dyrum á pöntunum undir 7000 kr. og er það óháð þyngd vöru. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 7000 kr. eða meira.

 

Sérpantanir

Við tökum einnig að okkur að sérpanta vörur frá þeim merkjum sem við erum ekki að selja. Fyrirspurnir varðandi sérpantanir skal senda á sapa@sapa.is  

 

Verð

24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Sápa sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.  Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram. 

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Við viljum að þú sért ánægð/ur með vöruna sem þú kaupir af okkur, en ef þú ert það ekki geturðu skilað henni innan 14 daga. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.

 

Greiðslur

Við bjóðum upp á þrenns konar greiðslumöguleika kreditkort debetkort eða netgíró.

Mögulegt er að greiða með öllum helstu kreditkortum og debitkortun og fer greiðsla í gegn um örugga Greiðslusíðu Valitor.

Einnig getur þú greitt með netgíró. Netgíró bíður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hérna. Þegar þú greiðir með netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig er hægt að velja að greiða með raðgreiðslum og það er mögulegt á að dreifa því á 2-12 mánuði.

 

Varnarþing

Félagið er staðsett í Reykjavík og þar er varnarþing þess. Rísi ágreiningur um samning þennan verður málið rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Annað

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila. Allir sem versla hjá okkur verða skráðir sjálfkrafa á póstlistann hjá okkur.